Tillaga um að bjóða ekki fram felld

Eg­ilsstaðir eru stærsti þétt­býliskjarn­inn á Fljóts­dals­héraði. Mynd úr safni.
Eg­ilsstaðir eru stærsti þétt­býliskjarn­inn á Fljóts­dals­héraði. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tillaga stjórnar Héraðslistans á Fljótsdalshéraði um að listinn myndi ekki bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor var felld á aðalfundi listans í gær. Þess í stað var skipuð uppstillingarnefnd sem mun vinna að því að manna listann.

Greint var frá því í síðustu viku að stjórn Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, hefði ekki tekist að finna oddvita á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Því væri ekki um annað að ræða en að leggja fram tillögu um að ekki yrði boðið fram í vor.

Fram kemur í tilkynningu flokksins eftir aðalfundinn að fjölmargir hafi í kjölfar fréttanna haft samband og lýst áhyggjum sínum af þróun mála og ríkur vilji hafi komið fram um að vinna að því að manna lista. Var því tillaga stjórnarinnar felld.

„Það er auðvitað mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum áhuga og stuðningi og okkur þykir það einfaldlega vera samfélagslega skyldu okkar að láta á þetta reyna,“ er haft eftir Sigrúnu Blöndal, fráfarandi oddvita listans, í tilkynningunni. Listinn hefur boðið fram síðustu 20 árin á Fljótsdalshéraði.

mbl.is