Reykjavík með næstverstu fjárhagsstöðuna

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavík er með næstverstu fjárhagsstöðuna þegar litið er til 12 stærstu sveitarfélaga landsins samkvæmt rekstrarsamanburði efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr í samanburðinum, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera lítið skuldsett og með sterka eiginfjárstöðu. Skuldsettustu sveitarfélögin eru aftur á móti Hafnarfjörður, Reykjavík og Reykjanes.

Samkvæmt stigagjöf Samtaka atvinnulífsins líða þessi sveitarfélög fyrir vonda skuldastöðu en Reykjanes og Reykjavíkurborg eru almennt með hærra hlutfall veltufjár af tekjum, sem samkvæmt SA kemur til af nauðsyn þar sem þung skuldabyrði kallar á mikið veltufé til að viðhalda greiðsluhæfi, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »