Stóðu einhuga að launahækkun

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum.

„Bæjarstjórn samþykkti árið 2016 eftir ítarlega skoðun að hækka starfshlutfall bæjarfulltrúa úr 27% í 33% í ljósi þess að stefnumótunarhlutverk ýmissa nefnda hafði verið aukið. Þegar kjararáð úrskurðaði 45% hækkun á þingfararkaupi í lok árs 2016 var um það pólitísk sátt að taka ekki við þeirri hækkun heldur miða launin við almenna launavísitölu og eina leiðin til þess var að breyta samningi bæjarstjóra,“ segir Theódóra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Bæjarstjóri Kópavogs er á allt of háum launum. Ég lagði það til við meirihlutann að launabreytingarnar frá júní 2014 fram í maí 2018 yrðu vegnar saman því ég vildi vita hver hækkunin væri en við því var ekki orðið,“ segir Theodóra, sem segist sitja uppi með það að hafa ekki formlega látið andstöðu sína í ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert