Ræða síðdegis við Eyjalistann

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Árni Sæberg

Framboðið Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum fundar þessa stundina um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem skiluðu þeim þremur bæjarfulltrúum, en sjö fulltrúar skipa bæjarstjórnina. Þetta herma heimildir mbl.is.

Framboðið hefur sett sig í samband við Eyjalistann og funda með þeim síðdegis í dag. Vilja aðstandendur þess láta á það reyna hvort grundvöllur sé fyrir myndun meirihluta framboðanna tveggja en saman eru þau með fjóra fulltrúa.

Þetta þykir eðlilegt fyrsta skref í ljósi niðurstaðna kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm bæjarfulltrúa fyrir en tapaði tveimur. Eyjalistinn var með tvo en hefur einn í dag.

mbl.is