Síðasti kjörkassinn kominn í hús

Einar G. Pálsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Björn Jóhannsson kampakátir með …
Einar G. Pálsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Björn Jóhannsson kampakátir með síðasta kjörkassann. Mbl.is/Theodór Kristinn Þórðarson

Allir kjörkassar voru komnir í húsnæði Menntaskólans í Borgarnesi rétt fyrir miðnættið. Nú hafa verið talin 1.090 atkvæði í Borgarbyggð, sem er 41,4% greiddra atkvæða en 2.635 voru á kjörskrá í sveitarfélaginu.

Frá talningu atkvæða í Borgarnesi núna um miðnættið.
Frá talningu atkvæða í Borgarnesi núna um miðnættið. Mbl.is/Theodór Kristinn Þórðarson

Þeir Einar G. Pálsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Björn Jóhannsson náðu að ganga frá og innsigla síðasta kjörkassa Borgarneskjördeildarinnar rétt fyrir miðnættið og fara með hann til talningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert