Áfram fundað um helgina

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti …
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Viðræðurnar hafa gengið vel,“ segir Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar í Reykja­vík, en fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata hafa fundað eftir borgarstjórnarkosningar með myndum nýs meirihluta í huga.

Þórdís vildi ekki segja nákvæmlega hvað hefði farið fram á fundunum. „Við höfum sagt það áður að við förum í gegnum málaflokkana, höfum farið dýpra og dýpra og erum að átta okkur á því hvernig við viljum sjá næstu fjögur ár.“

Spurð hvort það sé ekki líklegra en ekki að flokkarnir myndi nýjan meirihluta í borginni segir Þórdís að ekki sé hægt að segja til um það. „En það gengur mjög vel og hefur gert frá byrjun.“

Hún segir að flokkarnir muni halda áfram að funda um helgina en áður hefur verið greint frá því að stefnt sé að því að ljúka viðræðum fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar 19. júní.

Oddvitar flokkanna hafa lítið sem ekkert viljað tjá sig um hver verður borgarstjóri ef samstarfið gengur eftir. Þórdís sagði spurð að núna væri verið að ræða málefnin og borgarstjórastóllinn yrði skoðaður seinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert