Njáll Trausti sækist eftir endurkjöri

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Norðausturkjördæmis gefur kost á sér til …
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Norðausturkjördæmis gefur kost á sér til endurkjörs. Ljósmynd/Íslendingur.is

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku næsta haust. Þetta kemur fram í umfjöllun Vikublaðsins. Njáll var í 2. sæti D-lista Sjálstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum og er 6. þingmaður kjördæmisins. 

Njáll kveðst ánægður með árangur í þeim verkefnum sem hann hefur lagt áherslu á og að af nógu sé að taka í framhaldinu. 

Kristján ekki ákveðinn

Í sömu umfjöllun kemur fram að Kristján Þór Júlíusson þingmaður og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur enga ákvörðun tekið um framhald sinna framboðsmála. Kristján er fyrsti þingmaður Norðaustukjördæmis og hefur leitt lista Sjálfstæðinsmanna um árabil. Teljast verður til tíðinda ákveði Kristján að hætta beinum afskiptum af stjórnmálum eftir þetta kjörtímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert