Eyddi sumarfríinu í kosningabaráttuna

Guðni Hjörleifsson, sem skipaði fjórða sæti á lista Miðflokksins í …
Guðni Hjörleifsson, sem skipaði fjórða sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, og Birgir Þórarinsson, sem var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Samsett mynd

Ákvörðun Birgis Þórarinssonar, um að yfirgefa Miðflokkinn og ganga í Sjálfstæðisflokkinn, er sem hnífsstunga í bakið.

Þetta segir Guðni Hjörleifsson, sem skipaði fjórða sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, í samtali við mbl.is.

„Þetta er hnífsstunga í bakið“

Guðni rak kosningaskrifstofu fyrir flokkinn og lagði á sig að safna atkvæðum. Hann segist hafa átt í góðu samskiptum við Birgi og ákvörðun hans hafi því komið á óvart.

„Ég er bara mjög ósáttur við þessa ákvörðun og skil hana ekki,“ segir hann.

„Þetta er hnífstunga í bakið – að maður skuli hafa lagt þvílíka vinnu, og tekið hluta af sumarfríinu sínu, í að berjast fyrir að koma manni inn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert