Vinstri græn kjósa efstu þrjá á lista í borginni

Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forval verður haldið um efstu þrjú sæti á lista Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. 

Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Reykjavík í gærkvöldi, eins og fram kemur í tilkynningu.

Tillagan um forval var önnur tveggja sem lagðar voru fyrir fundinn en hin gerði ráð fyrir algjörri uppstillingu. Um 93% fundarmanna kusu með tillögu um forval. 

Í tilkynningu um málið segir að niðurstöðurnar beri vott um mikinn áhuga félagsmanna VG á forvali.

Oddviti VG í borgarstjórn er Líf Magneudóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina