Hefur litlar áhyggjur af könnunum

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kýs.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kýs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir daginn leggjast vel í sig. „Dagurinn er bara fallegur. Við einhvern veginn vorum undir það búin að hér yrði bara hálfgert óveður en svo breyttist það bara á síðustu stundu þannig að við erum mjög glöð.”

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup er núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík fallinn. Þórdís segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og að það hafi ekki reynst Viðreisn vel að fylgjast með könnunum.

„Ég hef alveg síðan að ég byrjaði í pólitík ekki verið að hafa miklar áhyggjur af kosningakönnunum því þær hafa sýnt okkur í Viðreisn eiginlega alltaf upp og niður og út og suður,“ segir Þórdís og bætir við:  

„Ef meirihlutinn fellur þá fellur hann. Ef það er niðurstaðan þá verður það þannig. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því eins og staðan er núna.“

Kosningar „nýtt upphaf“

Eru einhverjar áhyggjur uppi um að Framsókn komi til með að taka ykkar sæti í meirihlutanum?

„Nei, við göngum bara til kosninga og þessi meirihluti lýkur störfum sínum núna þegar þessu kjörtímabili lýkur. Kosningar eru bara nýtt upphaf og hvað verður það verður bara. Það er bara pláss fyrir alla í þessu pólitíska litrófi. Svo ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Þórdís.

Dagurin leggst vel í Þórdísi.
Dagurin leggst vel í Þórdísi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurð segir Þórdís að Viðreisn sé hægri miðjuflokkur sem líði vel í öllum stefnumálum nálægt Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu en einnig nálægt Pírötum, Framsókn og Vinstri grænum. Sömu sögu sé hins vegar ekki að segja með Miðflokkinn og Sósíalista. Átakalínur séu á milli Viðreisnar á flokkanna tveggja.

„En ég hef hins vegar á þessu kjörtímabili unnið með öllum þessum flokkum að stórum málum og við höfum náð þverpólitíski niðurstöður. Þannig að við getum þetta alveg,“ segir Þórdís.

Hvað er það helst á ykkar stefnuskrá sem þú heldur að sé að tala til kjósenda?

„Ég vona að það að kjósendur skilji það að við í Viðreisn höfum uppfyllt 91% af okkur kosningaloforðum síðan 2018. Þannig að við erum flokkur sem að reiknum allt út. Komum með fá loforð en við vitum hvað  þau kostar og hvernig við ætlum að framkvæma þau. Ég vona að kjósendur hafi séð það.“

mbl.is