Andrea Ýr fékk langflest atkvæði

Í Hvalfjarðarsveit. Byggðin á Miðsandi undir Þyrli.
Í Hvalfjarðarsveit. Byggðin á Miðsandi undir Þyrli. mbl.is/Sigurður Bogi

Andrea Ýr Arnarsdóttir fékk langflest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar í Hvalfjarðarsveit en þar voru óbundnar kosningar (persónukjör).

Voru því allir kjósendur í framboði með nokkrum undantekningum. Fimm einstaklingar voru löglega undanþegnir og höfðu fyrirfram skorast undan. 

Andrea fékk 241 atkvæði og munaði tæpum hundrað atkvæðum á henni og Helgu Harðardóttur sem kom næst með 148. Helgi Pétur Ottesen varð þriðji með 139 atkvæði. 

Inga María Sigurðardóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir voru jafnar með 116 atkvæði. Þá kom Ómar Örn Kristófersson með 103 atkvæði og sjöundi varð Birkir Snær Guðlaugsson með 96 atkvæði á bak við sig. 

mbl.is