Ekki sáttur við mína útkomu

mbl.is/hag

„Ég stefndi auðvitað á 1. sætið þannig að ég er ekki sáttur við mína útkomu. Þetta var mjög naumt, það munað aðeins 57 atkvæðum á mér og Árna Páli í 1. sætið,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Lúðvík segir erfitt að meta hvað réði úrslitum við röðun í efstu sæti listans.

„Það er erfitt að sjá hvaðan úr kjördæminu þessi atkvæði koma, það liggur engin slík skipting fyrir. En því er ekki að neita að ég hef fundið að margir hér í Hafnarfirði eru ekki sáttir við að ég sé að yfirgefa bæjarstjórn. Það hefur örugglega haft eitthvað að segja,“ segir Lúðvík.

Hann segir listann sigurstranglegan.

„Ég held að það sé alveg ljóst að Samfylkingin er hér að sækja fimmta manninn í þessu kjördæmi. Flokkurinn var nálægt því í síðustu kosningum og mun gera það núna, ég hef enga trú á öðru.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Sunnudaginn 24. október

Laugardaginn 23. október

Föstudaginn 22. október

Fimmtudaginn 21. október

Miðvikudaginn 20. október

Þriðjudaginn 19. október

Mánudaginn 18. október

Föstudaginn 15. október

Fimmtudaginn 14. október

Miðvikudaginn 13. október

Mánudaginn 11. október

Sunnudaginn 10. október

Laugardaginn 9. október

Föstudaginn 8. október

Fimmtudaginn 7. október