Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Valdís Thor

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist vilja fella niður 20% af skuldum heimilanna og 20% af skuldum fyrirtækja sem eigi í viðskiptum við nýju bankanna. Þetta kemur fram á bloggsíðu Tryggva Þórs.

Þá vill Tryggvi Þór afnema vaxtabótakerfið „og gera vexti og verðbætur vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði frádráttarbær frá skatti næstu 5 árin án tillits til ráðstöfunartekna en með þaki á virði íbúðarhúsnæðis,“ skrifar Tryggvi Þór.

Hann bendir á að nú séu allt að 50 þúsund heimili (125 þúsund einstaklingar) og þúsundir fyrirtækja tæknilega gjaldþrota. „Með þessum tveim aðgerðum fækkar mjög þeim heimilum og fyrirtækjum sem þurfa að fara þessa leið. Þær hægja á lækkun fasteignaverðs eða stöðva hana og efnahagslífið fer af stað.“

Bloggsíða Tryggva Þórs.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Þriðjudaginn 16. október

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí