Gæðavottaðar vörur á góðu verði

Páll Þór Leifsson, eigandi Bílasmiðsins.
Páll Þór Leifsson, eigandi Bílasmiðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílasmiðurinn á Bíldshöfða er sérverslun sem sérhæfir sig í þjónustu á vörum tengdum atvinnubifreiðum, iðnaðarvörum og tækjum af ýmsu tagi. Vöruúrval Bílasmiðsins er afar fjölbreytt en fyrirtækið leggur ríka áherslu á hágæða vörur sem uppfylla ákveðna gæðastaðla.

Árið 1980 var Bílasmiðurinn stofnaður af Leifi Þorleifssyni, bifreiðasmíðameistara, og fagnar fyrirtækið því 43 ára starfsemi í ár. Nú er reksturinn í öruggum höndum barna Leifs, þeirra Páls Þórs Leifssonar og Erlu Leifsdóttur, sem hafa séð um að halda starfsemi Bílasmiðsins gangandi síðustu ár á farsælan hátt.

„Starfsmenn Bílasmiðsins eru sex talsins um þessar mundir,“ segir Páll Þór Leifsson, annar eiganda Bílasmiðsins. „Þeir búa allir yfir áratugalangri reynslu í greininni,“ segir hann og hefur reynslu, traust og fagmennsku að leiðarljósi í rekstrinum.  

Verslun Bílasmiðsins er til húsa á Bíldshöfða 16.
Verslun Bílasmiðsins er til húsa á Bíldshöfða 16. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimsþekkt vörumerki á hagstæðu verði 

Bílasmiðurinn hefur söluumboð á Íslandi fyrir allmörg heimsþekkt vörumerki á sviði bílaiðngreinarinnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vera í viðskiptum við evrópska vörubirgja til að tryggja gæðavottaðar vörur á góðu verði.

„Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar fyrirtaks þjónustu og verslum við birgja og framleiðslufyrirtæki frá Evrópu til að geta tryggt viðskiptavinum okkar endingargóðar vörur og hagstæð kjör,“ segir Páll sem einnig rekur þjónustuverkstæði í nafni Bílasmiðsins.

„Bílasmiðurinn rekur verkstæði fyrir þýsku Webasto-miðstöðvarnar sem eru vel þekktar hér á landi fyrir áreiðanleika. Þessar miðstöðvar hafa hlýjað landanum á köldum vetrarmorgnum þegar hrímið leggst á bílrúðurnar,“ útskýrir Páll og vísar til hágæða forhitara sem fáanlegir hafa verið í Bílasmiðnum um árabil.

Forhitarar/miðstöðvar frá Webasto hafa spilað stórt hlutverk á köldum morgnum …
Forhitarar/miðstöðvar frá Webasto hafa spilað stórt hlutverk á köldum morgnum hjá íslensku þjóðinni síðustu ár. Bílasmiðurinn er með söluumboð fyrir Webasto miðstöðvarnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þá er hægt að gefa sköfunni frí. Miðstöðin frá Webasto sér um málið á meðan,“ segir hann og bendir á að forhitararnir séu einnig mjög vinsælir á meðal húsbíla- og bátaeigenda að ógleymdum eigendum atvinnubifreiða og véla.

„Nýjasta varan í versluninni okkar frá Webasto eru heimahleðslustöðvar sem kallast Webasto PURE II og eru framleiddar í Þýskalandi. Þetta er glæsileg hönnun, þægileg í notkun og er framleidd samkvæmt gæðastaðli þýskra bílaframleiðanda.“

Barnabílstólarnir frá RECARO hafa hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir …
Barnabílstólarnir frá RECARO hafa hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir öryggi og hönnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærsti stólaframleiðandi heims

Vörumerkið RECARO er þekkt fyrir framleiðslu á afbragðsgóðum sætum og stólum í allar helstu gerðir bifreiða. Í Bílasmiðnum fást ótalmargar gerðir af þægilegum bílsætum þar sem öryggið er haft í fyrirrúmi.

„RECARO er einn fremsti framleiðandi í heimi á sérútbúnum sætum fyrir hvers kyns farartæki. Hvort sem það eru keppnisstólar eða sérútbúin sæti fyrir atvinnubílstjóra,“ segir Páll en RECARO sérhæfir sig einnig í sölu og framleiðslu á barnabílstólum sem þykja mjög eftirsóknarverðir á heimsvísu.

„Barnabílstólarnir hafa verið afar vinsælir og hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun og öryggi.“

RECARO er einn fremsti bílsæta- og stólaframleiðandi heims.
RECARO er einn fremsti bílsæta- og stólaframleiðandi heims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölbreytt úrval 

Bílasmiðurinn býður upp á landsins mesta úrval af alls kyns þéttilistum og einangrunarvörum ætluðum bílum og bátum en vöruúrvalið fer sífellt vaxandi.

„Við erum með gott úrval af þéttilistum - það besta á landinu. Hjá okkur má líka finna mikið úrval á bílaperum, margar tegundir af gaspumpum fyrir hlera, allmikið úrval af varúðar- og vinnuljósum á atvinnubíla og vinnuvélar, að ógleymdum brettum fyrir kerrur og vörubíla, ísskápum í báta og húsvagna og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Páll og hvetur alla til að kíkja við í Bílasmiðnum og þreifa á fjölbreyttu vöruúrvalinu en einnig eru yfir 1000 vörunúmer fáanleg í gegnum vefverslun Bílasmiðsins, www.bilasmidurinn.is.

„Við erum að bæta við vöruliðum alla daga,“ segir hann kátur. „Verslun Bílasmiðsins er staðsett á Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík og verkstæðið er á Eldshöfða 29, 110 Reykjavík. Verið velkomin.“

Vöruúrvalið í verslun Bílasmiðsins er af fjölbreyttum toga. Hér má …
Vöruúrvalið í verslun Bílasmiðsins er af fjölbreyttum toga. Hér má til dæmis sjá ísskápa sem henta vel í báta og húsvagna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert