Myndagallerí

Músíktilraunir 2018, annað kvöld

Birtingardagur: Mánudaginn, 19. mars 2018

Annað tilraunakvöld Músíktilrauna verður haldið í Hörpu í kvöld og hefst kl. 19.30. Í kvöld keppa átta hljómsveitir, allar úr Reykjavík nema ein sem kemur frá Hvolsvelli. Meðal annars verður boðið upp á spunarokk, tilraunapopp, rapp, rokk, gítarpopp og íslenskt lo-fi folk.

E-strengurinn er hljómsveit frá Hvolsvelli. Jón Ágústsson spilar á gítar, Karel Örn Tryggvason á bassa og Bjarni Sigurðsson á trommur, en Freyja Benónýsdóttir syngur. Þau eru á aldrinum fjórtán til sextán ára.
E-strengurinn er hljómsveit frá Hvolsvelli. Jón Ágústsson spilar á gítar, Karel Örn Tryggvason á bassa og Bjarni Sigurðsson á trommur, en Freyja Benónýsdóttir syngur. Þau eru á aldrinum fjórtán til sextán ára.
Mynd 1 af 8 – Ljósm.:
Heimir Steinn Vigfússon	er nítján ára Reykvíkingur sem spilar á gítar og syngur. Hann segir að áhugi sinn á tónlist kviknaði þegar hann var í söng- og leiklistarskóla Borgarleikhússins sem barn. Hann byrjaði síðan að æfa á gítar níu ára og tróð fyrst upp þegar hann var 15 ára.
Heimir Steinn Vigfússon er nítján ára Reykvíkingur sem spilar á gítar og syngur. Hann segir að áhugi sinn á tónlist kviknaði þegar hann var í söng- og leiklistarskóla Borgarleikhússins sem barn. Hann byrjaði síðan að æfa á gítar níu ára og tróð fyrst upp þegar hann var 15 ára.
Mynd 2 af 8 – Ljósm.:
Hljómsveitina Karma Brigade skipa sex ungir tónlistarmönnum á aldrinum 15-17 ára, sem eiga heima út um allt á höfuðborgarsvæðinu. Steinunn Hildur Ólafsdóttir spilar á hljómborð og syngur, Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir spilar á rafgítar, Hlynur Sævarsson á rafbassa Jóhann Egill Jóhannsson á trommur og Kári Hlynsson á hljómborð. Þau hafa spilað saman í rúmt ár víð í Reykjavík og einnig úti á torgum í Danmörku síðasta sumar.
Hljómsveitina Karma Brigade skipa sex ungir tónlistarmönnum á aldrinum 15-17 ára, sem eiga heima út um allt á höfuðborgarsvæðinu. Steinunn Hildur Ólafsdóttir spilar á hljómborð og syngur, Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir spilar á rafgítar, Hlynur Sævarsson á rafbassa Jóhann Egill Jóhannsson á trommur og Kári Hlynsson á hljómborð. Þau hafa spilað saman í rúmt ár víð í Reykjavík og einnig úti á torgum í Danmörku síðasta sumar.
Mynd 3 af 8 – Ljósm.:
Reykvíkingarnir Þorkell Ragnar Grétarsson, Benjamín Gísli Einarsson og Þórir Hólm Jónsson skipa hljómsveitina Mókróka. Í lýsingu á hljómsveitinni segja þeir að hljómsveitin hafi orðið til í kjölfar þess að þeir spiluðu gömlu dansana skemmtifundi félags íslenskra harmonikkuunnenda. Í framhaldinu hafi þeir svo snúið sér að spunarokki. Þorkell, sem er 21 árs, leikur á rafmagnsgítar, Benjamín, sem er líka 21	árs, leikur á hljómborð og Þórir, sem er 24 ára, leikur á trommur.
Reykvíkingarnir Þorkell Ragnar Grétarsson, Benjamín Gísli Einarsson og Þórir Hólm Jónsson skipa hljómsveitina Mókróka. Í lýsingu á hljómsveitinni segja þeir að hljómsveitin hafi orðið til í kjölfar þess að þeir spiluðu gömlu dansana skemmtifundi félags íslenskra harmonikkuunnenda. Í framhaldinu hafi þeir svo snúið sér að spunarokki. Þorkell, sem er 21 árs, leikur á rafmagnsgítar, Benjamín, sem er líka 21 árs, leikur á hljómborð og Þórir, sem er 24 ára, leikur á trommur.
Mynd 4 af 8 – Ljósm.:
Hljómsveitin Umbra hefur nafn sitt af skugga, sem nefnist svo á latínu. Sveitina skipa þrír fimmtán ára Hagskælingar, þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen. Eir spilar á selló og syngur, Nína á hljómborð, fiðlu, bassa og annars óskýrt þrumutæki og Eyrún á flautu, bassa og klukkuspil. Þær eru allar úr Reykjavík
Hljómsveitin Umbra hefur nafn sitt af skugga, sem nefnist svo á latínu. Sveitina skipa þrír fimmtán ára Hagskælingar, þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen. Eir spilar á selló og syngur, Nína á hljómborð, fiðlu, bassa og annars óskýrt þrumutæki og Eyrún á flautu, bassa og klukkuspil. Þær eru allar úr Reykjavík
Mynd 5 af 8 – Ljósm.:
Markús Bjarnason er 24 ára gamall og spilar íslenskt lo-fi folk með aðstoð Birkis Bjarnasonar. Þeir eru báðir úr Reykjavík. Markús er að læra grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og segist lifa fyrir tónlist og grafík. Hann segist oft sækja innbLástur í grafíkina þegar ég semur tónlist og öfugt.
Markús Bjarnason er 24 ára gamall og spilar íslenskt lo-fi folk með aðstoð Birkis Bjarnasonar. Þeir eru báðir úr Reykjavík. Markús er að læra grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og segist lifa fyrir tónlist og grafík. Hann segist oft sækja innbLástur í grafíkina þegar ég semur tónlist og öfugt.
Mynd 6 af 8 – Ljósm.:
Halldór Logi Sigurðarson, 23 ára rappari úr Reykjavík notar listamannsnafnið Rímugýgur. Hann segist aðeins vopnaður einungis free trial forritum og nagandi smábæjabiturð og hyggst höggva í jaxla niður allt sem kennt er við smekklegheit og fagurfræði.
Halldór Logi Sigurðarson, 23 ára rappari úr Reykjavík notar listamannsnafnið Rímugýgur. Hann segist aðeins vopnaður einungis free trial forritum og nagandi smábæjabiturð og hyggst höggva í jaxla niður allt sem kennt er við smekklegheit og fagurfræði.
Mynd 7 af 8 – Ljósm.:
Rapphópurinn Apex varð til í Árbænum árið 2016 og er skipaður þeim Guðjóni Inga Rúnarssyni og Páli Helga Rúnarssyni, sem eru báðir sautján ára. Þeir segjast hafa verið að semja lög öðru hvoru, en hafi nú snúið sér að tónlistinni af fullum krafti.
Rapphópurinn Apex varð til í Árbænum árið 2016 og er skipaður þeim Guðjóni Inga Rúnarssyni og Páli Helga Rúnarssyni, sem eru báðir sautján ára. Þeir segjast hafa verið að semja lög öðru hvoru, en hafi nú snúið sér að tónlistinni af fullum krafti.
Mynd 8 af 8 – Ljósm.: