mbl | sjónvarp

Hver er Ómar Ingi Magnússon?

ÍÞRÓTTIR  | 22. desember | 6:00 
Ómar Ingi Magnússon var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna við hátíðarlega athöfn í Hörpu í Reykjavík.

Ómar Ingi Magnússon var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna við hátíðarlega athöfn í Hörpu í Reykjavík.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins

Þetta er í annað sinn sem Ómar Ingi hlýtur nafnbótina íþróttamaður ársins en hann var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra líka.

Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall hefur farið á kostum með Þýskalandsmeisturum Magdeburg frá því hann gekk til liðs við félagið frá Aalborg í Danmörku, sumarið 2020.

Stórskyttan er í aðalhlutverki í Sonum Íslands, nýjum vefþáttum sem framleiddir eru af Studio M, en í þáttunum er Ómar Ingi heimsóttur til Þýskalands þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Hörpu Sólveigu Brynjarsdóttur og börnum þeirra tveimur, tvíburunum Ásthildi Ellý og Jakobi Erni.

Hægt er að horfa á þáttinn um Ómar Inga í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

 

Loading