Þarf alls ekki að léttast

SMARTLAND  | 6. október | 9:09 
Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir þarf alls ekki að létta sig. Hún er nú þegar 10 kg létt­ari en hún var fyr­ir sjö árum. Henni finnst hún hins­veg­ar ekki búin að klára það verk­efni að koma sér í topp­form og ætl­ar að nota Lífs­stíls­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins til að ná mark­miðinu í eitt skipti fyr­ir öll. Þar að segja að massa sig upp. Lilja Ingva­dótt­ir einkajþálfari seg­ir að þetta verði spenn­andi verk­efni og hlakk­ar til að láta hana lyfta og styrkja sig. Bryn­hild­ur var tek­in tali þegar Lilja fitu­mældi stelp­urn­ar í Lífs­stíls­breyt­ing­unni á dög­un­um.

Þættir