Opel og Vauxhall í franska eigu

VIÐSKIPTI  | 6. mars | 18:49 
Franski bílaframleiðandinn PSA hefur yfirtekið dótturfélag General Motors í Evrópu. Meðal vörumerkja í eigu GM í Evrópu eru Opel og Vauxhall. PSA kaupir framleiðsluna á 1,3 milljarða evra, 147 milljarða króna.

Franski bílaframleiðandinn PSA hefur yfirtekið dótturfélag General Motors í Evrópu. Meðal vörumerkja í eigu GM í Evrópu eru Opel og Vauxhall. PSA kaupir framleiðsluna á 1,3 milljarða evra, 147 milljarða króna.

Við kaupin endurheimtir PSA stöðu sína sem annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu en í fyrsta sæti er þýski bílaframleiðandinn Volkswagen.

PSA segir í tilkynningu að fyrirtækið sé einnig að kaupa fjármálastarfsemi GM í Evrópu á 900 milljónir evra, en franski bankinn BNP Paribas tekur þátt í kaupunum. Heildarvirði samninganna eru 2,2 milljarðar evra.

Við yfirtökuna eignast PSA 6 samsetningarverksmiðjur og fimm verksmiðjur þar sem íhlutir í bifreiðar eru framleiddir. Alls starfa 40 þúsund starfsmenn hjá GM Europe.

Greint var frá áformum um yfirtökuna um miðjan febrúar og óttast ýmsir Bretar og Þjóðverjar að yfirtakan geti þýtt að störfum fækkar í þessum löndum og þau færist til Frakklands en PSA á og framleiðir Peugeot og Citroen.

 

Þættir