„Maður verður að geta tekið þessu“

ÍÞRÓTTIR  | 9. mars | 22:35 
„Manni líður hálfskringilega að hugsa til þess,“ sagði landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson við mbl.is í Þorlákshöfn í kvöld þegar í ljós kom að Njarðvík yrði ekki með í úrslitakeppninni á Íslandsmótinu í körfubolta.

„Manni líður hálfskringilega að hugsa til þess,“ sagði landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson við mbl.is í Þorlákshöfn í kvöld þegar í ljós kom að Njarðvík yrði ekki með í úrslitakeppninni á Íslandsmótinu í körfubolta.

„Þetta var jafnasta deild sem ég hef nokkurn tíma vitað um og tveir sigrar til viðbótar hefðu
sett okkur í topp fimm sætin. Það er sárt þegar er svona stutt á milli,“ sagði Logi einnig en Njarðvík hafnaði í 9. sæti í deildinni. Liðið hefði þurft að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni í kvöld til að eiga möguleika. Það gekk ekki eftir og Þór vann en það skipti í raun ekki máli þegar uppi var staðið því ÍR og Þór Akureyri unnu einnig sína leiki í kvöld og voru með betri innbyrðisstöðu gegn Njarðvík en ef liðin hefðu verið jöfn. ÍR og Þór fengu 22 stig en Njarðvík 20 stig.

„Við kvíðum engu í Njarðvíkunum þótt þetta gerist núna,“ sagði Logi en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Logi getur borið höfuðið hátt eftir veturinn en hann skoraði 20 stig að meðaltali í leik og gerði í kvöld 27 stig. 

 

 

Þættir