Erfitt að eiga við FH

ÍÞRÓTTIR  | 30. apríl | 20:50 
„Ég hefði viljað halda forystunni fram í hálfleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna eftir 4:2 tap fyrir FH á Skipaskaga í fyrstu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Ég hefði viljað halda forystunni fram í hálfleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna eftir 4:2 tap fyrir FH á Skipaskaga í fyrstu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Hann sagði liðið hafa byrjað hræðilega en síðan hefði þetta lagast. „Við vorum bara ekki með í upphafi leiksins en síðan kom þetta og var ágætt, en það var erfitt að vera alltaf að elta þá, þeir eru með flott lið, boltinn flýtur vel innan liðsins og það er erfitt að eiga við þá,“ sagði Gunnlaugur.

Þættir