„Nauðsynlegt eftir tvo tapleiki“

ÍÞRÓTTIR  | 31. júlí | 23:40 
Alex Freyr Hilmarsson var frískur í framlínu Víkings í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Grindavík 2:1 í Pepsí-deildinni og kom við sögu í síðara marki liðsins.

Alex Freyr Hilmarsson var frískur í framlínu Víkings í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Grindavík 2:1 í Pepsí-deildinni og kom við sögu í síðara marki liðsins. 

Alex lék í nokkur ár í Grindavík og kann vel við sig á vellinum í Grindavík.  „Eftir tvo tapleiki þá er þetta nauðsynlegt fyrir framhaldið,“ sagði Alex meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann í Grindavík. 

Víkingur er nú með 50% vinningshlutfall í deildinni eftir þrettán leiki og hefur liðið á heildina litið rétt sinn hlut verulega eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu.

Alex sagði Víkinga hafa ekki rætt mikið um hversu hátt sé raunhæft að komast en deildin er svo opin að liðið er ekki nema fjórum stigum á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti.

Viðtalið við Alex má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir