„Erfitt að eiga svör við þeirra sóknarleik“

ÍÞRÓTTIR  | 5. september | 13:10 
Jón Arnór Stefánsson sagði það vera nokkuð frábrugðið að spila við Slóvena miðað við hin stórliðin í A-riðli Íslands á EM í körfubolta: Grikki og Frakka. Slóvenía vann öruggan sigur gegn Íslandi 102:75 og hefur unnið alla fjóra leiki sína.

Jón Arnór Stefánsson sagði það vera nokkuð frábrugðið að spila við Slóvena miðað við hin stórliðin í A-riðli Íslands á EM í körfubolta: Grikki og Frakka. Slóvenía vann öruggan sigur gegn Íslandi 102:75 og hefur unnið alla fjóra leiki sína. 

„Það er erfitt að eiga svör við þeirra sóknarleik. Slóvenía er mjög hreyfanlegt lið sem spilar mikið með stóran mann inni í teig en fjóra menn fyrir utan. Þeir hreyfðu boltann vel, voru að keyra að körfunni, fundu opna menn undir körfunni og vel. Eins og við bjuggumst við þá voru þeir rosalega góðir,“ sagði Jón Arnór meðal annars í samtali við mbl.is en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

 

 

Þættir