Fengum Finnana með okkur

ÍÞRÓTTIR  | 6. september | 21:15 
Hörður Axel Vilhjálmsson sagði íslenska liðið og íslensku stuðningsmennina hafa fengið Finna á sitt band í Hartwall-höllinni í Helsinki í kvöld.

Hörður Axel Vilhjálmsson sagði íslenska liðið og íslensku stuðningsmennina hafa fengið Finna á sitt band í Hartwall-höllinni í Helsinki í kvöld. 

„Það er jákvætt að við séum að gefa frá okkur það mikinn kraft að fólk heillist af okkur,“ sagði Hörður meðal annars þegar mbl.is tók hann tali að loknum tapleiknum gegn Finnlandi 83:79. 

Eftir jafnan og spennandi leik sagði Hörður það hafa verið erfitt að vera án Jóns Arnórs Stefánssonar, Hlyns Bæringssonar og Hauks Helga Pálssonar á lokamínútunum. „Margir leikmenn voru villaðir út hjá okkur sem eru kannski vanastir því í okkar liði að taka af skarið.“

Viðtalið við Hörð í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.  

Þættir