„Ætla að skíta á stöðina hjá þér“

INNLENT  | 27. september | 15:58 
„Ég ætla að skíta á stöðina hjá þér, þú getur treyst á það,“ sagði ökumaður grunaður um fíkniefnaakstur við lögreglukonuna Arnþrúði Maríu Felixdóttur eftir að hún tilkynnti honum að hann þyrfti koma á lögreglustöðina í þvagprufu. mbl.is kíkti með tveimur lögreglukonum á vaktina í síðustu viku.

„Ég ætla að skíta á stöðina hjá þér, þú getur treyst á það,“ sagði ökumaður grunaður um fíkniefnaakstur við lögreglukonuna Arnþrúði Maríu Felixdóttur eftir að hún tilkynnti honum að hann þyrfti koma á lögreglustöðina í þvagprufu.

mbl.is kíkti með tveimur lögreglukonum á vaktina í síðustu viku en nú eru 66 lögreglukonur við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall lögreglukvenna er 22% og hefur hækkað mikið á síðustu árum.

Ásamt Arnþrúði var Björk Jónsdóttir á vaktinni en hún útskrifaðist úr Lögregluskólanum árið 2014. Í myndskeiðinu er rætt við lögreglukonurnar um starfið og skyggnst inn í störf þeirra.

 

 

 

 

 

Þættir