Viðbúnaður vegna WPL þingsins

INNLENT  | 29. nóvember | 16:28 
Allt að 80 lögreglumenn munu koma að því að tryggja öryggi gesta á heimsþingi WPL sem fer fram í Hörpu. Núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar taka þátt í þinginu og þarf lögreglan að fylgja mörgum þeim sérstaklega á milli staða. Einnig eru erlendir öryggisverðir sem fylgja mörgum gestanna.

Allt að 80 lögreglumenn munu koma að því að tryggja öryggi gesta á heimsþingi WPL sem fer fram í Hörpu. Núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar taka þátt í þinginu og þarf lögreglan að fylgja mörgum þeim sérstaklega á milli staða. Einnig eru erlendir öryggisverðir sem fylgja mörgum gestanna.

Ekki er hægt að fá nákvæmar tölur um viðbúnað lögreglunnar en viðburðurinn er einn þeirra stærri af þessu sem hefur komið inn á þeirra borð á undanförnum árum.

Þættir