Sunneva Eir komin með jólakrullurnar

SMARTLAND  | 1. desember | 17:02 
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari setti krullur í Sunnevu Eiri Einarsdóttur samfélagsmiðlastjörnu.

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bPro, setti krullur í Sunnevu Eiri Einarsdóttur samfélagsmiðlastjörnu. Hann notaði krullujárnið Rod 3 frá HH Simonsen og krullaði frá rót og niður til að fá lyftingu í hárið.

Baldur segir að það skipti miklu máli að setja réttu efnin í hárið áður en það er krullað til þess að krullurnar leki ekki úr hárinu. 

Hann byrjaði á að þvo hárið með Treatment Shampoo frá label.m en það inniheldur góð vítamín eins og B5, H og E sem gefur hárinu styrk og kraft. Svo setti hann örlítið af Moisturising-næringu frá sama merki í lengdina til að gefa hárinu raka. Þegar búið var að skola allt úr hárinu setti hann Volume Musse frá label.m í rótina en það er froða sem eykur lyftingu í hárinu og gerir að verkum að greiðslan helst betur.

Svo setti hann Blow Out Spray yfir hárið og því næst hitavörnina Heat Protection, sem er nauðsynleg fyrir alla sem nota svona öflug tæki eins og HH Simonsen er. 

„Tækin í dag eru orðin það kraftmikil að við viljum auðvitað passa hárið eins og hægt er,“ segir Baldur.

Þegar hann var búinn að blása hárið og krulla það með Rod 3-járninu setti hann Texturising Volume spray í hárið til að fá grófa og rokkaða áferð. Rétt í lokin setti hann Wax spray til að klára greiðsluna og gera hana alveg skothelda. 

Eins og sést í myndskeiðinu er auðvelt að krulla hárið með járninu.

 

Þættir