Girðingin fjarlægð við Miklubraut

INNLENT  | 5. December | 13:02 
Í morgun hófu starfsmenn Vegagerðarinnar að taka niður öryggisgirðingar á Miklubraut og í Ártúnsbrekku. Girðingarnar höfðu aðskilið akstursstefnur og var ákveðið að fjarlægja þær eftir að maður lét lífið við að kastast á girðinguna í bílslysi fyrir skömmu.

Í morgun hófu starfsmenn Vegagerðarinnar að taka niður öryggisgirðingar á Miklubraut og í Ártúnsbrekku. Girðingarnar höfðu aðskilið akstursstefnur og var ákveðið að fjarlægja þær eftir að maður lét lífið við að kastast á girðinguna í bílslysi fyrir skömmu. Þá varð annað alvarlegt slys árið 2008 þegar girðingin stakkst í gegnum bifreið og í mann í bílslysi.

Tilgangur þeirra hafði verið að koma í veg fyrir gangandi umferð um þessa fjölförnu götu. Ekki hefur verið ákveðið hvað kemur í stað girðinganna. 

Frétt mbl.is: Fjar­læg­ir járn­g­irðing­ar vegna bana­slyss

Þættir