Fimm Íslendingar komnir áfram

ÍÞRÓTTIR  | 25. janúar | 13:38 
Fimm Íslendingar eru komnir áfram í aðra umferð í undankeppninni í einliðaleik karla í badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games. Keppnin er nú í fullum gangi í TBR húsunum og stendur fyrir til klukkan 17:00 í dag.

Fimm Íslendingar eru komnir áfram í aðra umferð í undankeppninni í einliðaleik karla í badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games. Keppnin er nú í fullum gangi í TBR húsunum og stendur fyrir til klukkan 17:00 í dag.

Kári Gunnarsson vann í fyrstu umferðinni Spánverjann Alvaro Vazquez 21-18 og 21-9. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá stutt brott úr leik þeirra. Í annarri umferð mætir Kári Dananum Joachim Persson.

Róbert Þór Henn sigraði Svíann Richard Kuhl í fyrstu umferðinni 21-19 og 21-11. Hann mætir Leon Seiwald frá Austurríki í næstu umferð.

Einnig eru komnir áfram í aðra umferðina þeir Einar Sverrisson, Þórður Skúlason og Elís Thor Dansson en þeir fengu sína leiki gefna vegna meiðsla andstæðinga sinna.

Hægt er að fylgjast með úrslitum í badminton á tournamentsoftware.com

Þættir