Vildum láta þá finna fyrir okkur

ÍÞRÓTTIR  | 1. mars | 22:20 
Reggie Dupree leikmaður Keflvíkur í Dominos-deild karla var sáttur með 87:83-sigur liðsins í kvöld gegn Njarðvík.

Reggie Dupree leikmaður Keflvíkur í Dominos-deild karla var sáttur með 87:83-sigur liðsins í kvöld gegn Njarðvík.

„Við vorum vel stemmdir og vildum láta þá finna fyrir okkur, fá áhorfendur með og taka sigurinn,“ sagði Dupree við mbl.is í kvöld.

Keflvíkingar voru að hans mati vel stemmdir fyrir þessari rimmu nágrannanna. Reggie sem spilaði í raun óaðfinnanlega í kvöld en hann skoraði úr öllum sex skotum sínum.

Keflavík tryggði sér í kvöld með sigrinum sæti í úrslitakeppninni en Dupree sagði að hann æti sér enga óska mótherja í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Viðtalið við Dupree má sjá í heild sinni hér að ofan.

Þættir