Gerbreytt gengi en sami andstæðingur

ÍÞRÓTTIR  | 14. mars | 13:35 
Matthías Orri Sigurðarson, einn lykilmann ÍR, segir leikmenn liðsins vart geta beðið eftir því að úrslitakeppnin hefjist. ÍR mætir Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfunattleik í Breiðholtinu í kvöld.

Matthías Orri Sigurðarson, einn lykilmann ÍR, segir leikmenn liðsins vart geta beðið eftir því að úrslitakeppnin hefjist. ÍR mætir Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfunattleik í Breiðholtinu í kvöld. 

„Okkur finnst við vera með betra lið (en í fyrra) og erum orðnir stöðugri. Aðallega held ég að það sé andlegt því við klárum fleiri jafna leiki (með sigri) og erum orðnir vanir því í vetur,“ sagði Matthías meðal annars við mbl.is á blaðamannafundi í vikunni.

ÍR hafnaði í 2. sæti og fékk Stjörnuna sem endaði í 7. sæti. Þar snýst dæmið við frá því í fyrar þegar Stjarnan var eitt efstu liðanna en ÍR komst naumlega í úrslitakeppnina. Stjarnan sigraði þá ÍR 3:0 í 8-liða úrslitunum en allir leikirnir voru þó nokkuð jafnir.

„Nú er okkar að finna leiðir til að laga þetta frá því í fyrra.“

Viðtalið við Matthías í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir