„Hlakkar í fleirum“

ÍÞRÓTTIR  | 14. mars | 13:50 
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í KR, segir væntingar til liðsins iðulega vera þær sömu. Litlu breyti þótt liðið hafi nú hafnað í 4. sæti í deildakeppninni enda er KR meistari síðustu fjögurra ára.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í KR, segir væntingar til liðsins iðulega vera þær sömu. Litlu breyti þótt liðið hafi nú hafnað í 4. sæti í deildakeppninni enda er KR meistari síðustu fjögurra ára.

Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson braut bein í handarbaki á æfingu hjá KR og verður tæplega meira með á þessu keppnistímabili. Hann verður í það minnsta í gifsi næstu vikurnar.

KR tekur á móti Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. 

„Við höfum mætt Njarðvíkingum tvisvar á síðustu fjórum árum og í báðum tilfellum fóru rimmurnar í oddaleiki sem við náðum að klóra okkur í gegnum,“ sagði Finnur meðal annars við mbl.is en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir