Í dauðafæri að feta í fótspor Lineker

ÍÞRÓTTIR  | 12. July | 5:44 
Það er fátt sem getur komið í veg fyrir að Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, endi sem markakóngur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Það er fátt sem getur komið í veg fyrir að Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, endi sem markakóngur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Þegar þremur leikjum er ólokið á HM er Kane markahæstur á mótinu með 6 mörk og hefur skorað tveimur mörkum meira en Belginn Romelu Lukaku og Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Sá síðarnefndi hefur lokið keppni á HM en Lukaku á eftir að taka þátt í leiknum um bronsverðlaunin sem fram fer á laugardaginn. Kane á hins vegar eftir að spila tvo leiki, gegn Króötum í undanúrslitunum í Moskvu í kvöld, og svo annaðhvort leikinn um bronsverðlaunin á laugardaginn eða úrslitaleikinn á sunnudaginn.

 

Gary Lineker er síðasti Englendingurinn til að hampa gullskónum á HM en það gerði hann á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986 en hann varð þá markahæsti maður mótsins með 6 mörk. Hann er eini Englendingurinn sem hefur orðið markahæstur í lokakeppni HM.

Þættir