Hjóluðu 1.000 km á Droplaugarstöðum

INNLENT  | 1. október | 17:24 
Í september tóku íbúar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þátt í alþjóðlegri hjólreiðakeppni ásamt liðum frá 122 löndum. Liðið hjólaði 1.001 kílómetra og varð í ellefta sæti. Hinn 77 ára gamli Ævar Guðmundsson hjólaði 109 kílómetra í keppninni en hann segist búa að því að hafa hjólað mikið í æsku.

Í september tóku íbúar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þátt í alþjóðlegri hjólreiðakeppni ásamt sex liðum frá 122 löndum. Liðið hjólaði 1.001 kílómetra og varð í ellefta sæti. Hinn 77 ára gamli Ævar Guðmundsson hjólaði 109 kílómetra í keppninni en hann segist búa að því að hafa hjólað mikið í æsku.

Pedal On keppnin, eða Road View for Seniors, byggir á snjalllausninni Motiview sem norska fyrirtækið Motitech framleiðir. Búnaðurinn sem notaður var við hjólreiðarnar sýnir myndir af framandi hjólaleiðum og þekktum stöðum á skjá fyrir framan hjólin á Droplaugarstöðum.

Bryndís Erlingsdóttir, sjúkraþjálfari á Droplaugarstöðum, segir búnaðinn hafa aukið áhugann á hjólreiðum verulega. „Það verður allt svo miklu skemmtilegra og líflegra.“

mbl.is var á Droplaugarstöðum í dag þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangurinn. Í myndskeiðinu er rætt við Bryndísi og Ævar.

Þættir