Besti heili leikurinn okkar

ÍÞRÓTTIR  | 1. nóvember | 22:55 
Kristinn Marinósson, leikmaður Hauka, sagði að þær 5 til 6 mínútur sem hans lið spilaði ekki varnarleik sinn nægilega vel á lokakaflanum hafi skipt sköpum þegar Haukar töpuðu fyrir Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Kristinn Marinósson, leikmaður Hauka, sagði að þær 5 til 6 mínútur sem hans lið spilaði ekki varnarleik sinn nægilega vel á lokakaflanum hafi skipt sköpum þegar Haukar töpuðu fyrir Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 

Kristinn var sammála því að Haukar hafi leikið vel og að dagsskipunin um að pressa bakverði Njarðvíkinga hafi virkað vel framan af en að á lokakaflanum hafi Jeb Ivey fundið auka orku og reyndist þeim erfiður. Kristinn sagði hins vegar leikinn þann besta í heild sinni sem Haukar hafa leikið það sem af er tímabili. 

Þættir