Hafa eftirlit með skipinu

INNLENT  | 3. nóvember | 9:50 
Um fimmtán björgunarsveitarmenn eru staddir í Helguvík vegna flutningaskipsins Fjordvik sem strandaði þar í nótt. Þeirra hlutverk er að tryggja vettvanginn og hafa eftirlit með skipinu.

Um fimmtán björgunarsveitarmenn eru staddir í Helguvík vegna flutningaskipsins Fjordvik sem strandaði þar í nótt. Þeirra hlutverk er að tryggja vettvanginn og hafa eftirlit með skipinu.

„Staðan er búin að vera óbreytt að mestu leyti síðan klukkan fjögur í nótt. Það virðist vera sem veður sé farið að lægja á staðnum, sem er jákvætt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Spurður út í aðstæðurnar í Helguvík í nótt segir hann að hætta hafi augljóslega verið á ferðum en það hafi verið mikið lán að þyrlur Landhelgisgæslunnar gátu híft skipverjana um borð. „Það var svolítið hvasst þarna og mikill öldugangur en það gekk fljótt fyrir sig að bjarga þeim.“

 

Þættir