Við vorum brjálaðir í byrjun

ÍÞRÓTTIR  | 9. December | 22:15 
Gunnar Ólafsson bakvörður þeirra Keflvíkinga skoraði 22 stig fyrir þá í kvöld og átti mikinn þátt í 91:75-stórsigri Keflvíkinga á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deildinni í körfubolta.

Gunnar Ólafsson bakvörður þeirra Keflvíkinga skoraði 22 stig fyrir þá í kvöld og átti mikinn þátt í 91:75-stórsigri Keflvíkinga á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deildinni í körfubolta.

Gunnar sagði sína menn hafa þurft að spýta í lófana og bæta upp fyrir síðasta leik liðsins. Gunnar var því sammála að varnarleikur Keflvíkinga hafi gert útslagið þetta kvöldið en um leið sagði hann líka að á köflum í leiknum hefðu Keflvíkingar getað gert betur.

En heilt yfir var Gunnar bara sáttur með sigurinn og mátti hann vera það. 

Þættir