Það langar engan í sumarfrí

ÍÞRÓTTIR  | 27. March | 21:50 
Hákon Hjálmarsson hefur komið inn í lið ÍR eins og stormsveipur og spilaði vel þegar ÍR vann Njarðvík í kvöld, 70:64, og minnkaði muninn í 2:1 í einvígi þeirra í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Hákon Hjálmarsson hefur komið inn í lið ÍR eins og stormsveipur og spilaði vel þegar ÍR vann Njarðvík í kvöld, 70:64, og minnkaði muninn í 2:1 í einvígi þeirra í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Hákon hefur gert gríðarlega vel fyrir liðið á liðnum mánuðum og tekið heljarinnar framförum á árinu. Hákon spilaði sem fyrr vel í leiknum gegn Njarðvík og svo vel að hann hélt Matthíasi Orra Sigurðarsyni lengi vel á bekknum þar sem að Matthías var langt frá sínu besta.  Hákon var hins vegar hógvær eftir leik en sagði að hans menn hafi einfaldlega ekki verið tilbúnir í sumarfríið. 

Hákon bjóst ekki við öðru en að það yrði barist hart í næsta leik liðanna.

mbl.is

Þættir