Því miður er leikurinn ekki 42 mínútur

ÍÞRÓTTIR  | 2. April | 21:38 
Jón Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, var að vonum alls ekki ánægður með kvöldið og sagði að fyrri hálfleikur hefði verið banabiti liðs síns þegar það tapaði gegn Stjörnunni, 70:78, í fyrsta leik undanúrslitanna.

Jón Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, var að vonum alls ekki ánægður með kvöldið og sagði að fyrri hálfleikur hefði verið banabiti liðs síns þegar það tapaði  gegn Stjörnunni, 70:78, í fyrsta leik undanúrslitanna. 

Jón sagðist hafa farið yfir með sínum leikmönnum í hálfleik hvort leikmenn þekktu getu sína í körfuknattleik og enn fremur að það þýddi alls ekki að mæta til leiks í úrslitakeppni með því hugarfari sem liðið sýndi fyrstu 20 mínútur leiksins gegn sterku liði Stjörnunnar. Jón hrósaði þó liðinu fyrir að koma til baka í seinni hálfleik og að mögulega hefðu tvær mínútur til viðbótar dugað liðinu til að stela sigrinum. 

Þættir