Pele á batavegi

ÍÞRÓTTIR  | 10. April | 5:46 
Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele er á batavegi en hann var lagður inn á sjúkrahús í París í gær.

Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele er á batavegi en hann var lagður inn á sjúkrahús í París í gær.

„Það er allt undir góðri stjórn og hann er allur að koma til,“ sagði talsmaður Pele í viðtali við fréttaveituna AFP.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Pele, þrefaldur heimsmeistari með Brasilíu, verður útskrifaður af sjúkrahúsinu en hann er 78 ára gamall og hefur verið heilsuveill undanfarin ár.

 

 

Þættir