10 létust í sjálfsmorðsárás í Pakistan

ERLENT  | 8. maí | 12:21 
Að minnsta kosti tíu manns létust og 24 særðust í sjálfsmorðsárás á eina vinsælustu moskuna í borginni Lahore í Pakistan. Pakistanskir talíbanar hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Á þessum árstíma er moskan alla jafna mikið sótt af íslamistum þar sem föstumánuðurinn, ramadan, er genginn í garð.

Að minnsta kosti tíu manns létust og 24 særðust í sjálfsmorðsárás á eina vinsælustu moskuna í borginni Lahore í Pakistan. Pakistanskir talíbanar hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Á þessum árstíma er moskan alla jafna mikið sótt af íslamistum þar sem föstumánuðurinn ramadan er genginn í garð.  

Árásin átti sér stað við inngang kvenna í moskuna þegar bílsprengja sprakk á gangstétt.

Moskan er frá 11. öld og er jafnframt sú stærsta í Suður-Asíu. Þetta er ekki fyrsta árásin sem er gerð á hana en árið 2010 létust yfir 40 manns í sjálfsmorðsárás. Eftir það hefur eftirlit verið hert með henni og þurfa gestir hennar meðal annars að fara í gegnum strangt eftirlitskerfi til að fá að fara inn í moskuna. 

Árásinni var beint að löggæslunni á svæðinu, samkvæmt lögreglu. Í árásinni létust þrír lögreglumenn, tveir öryggisverðir og fimm óbreyttir borgarar, þar á meðal eitt barn. 

 

 

Þættir