Hefja rannsókn að nýju

ERLENT  | 14. maí | 9:20 
Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur ákveðið að hefja rannsókn á nauðgunarkæru á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Tilkynnt var um þetta í dag.

Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur ákveðið að hefja rannsókn á nauðgunarkæru á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Tilkynnt var um þetta í dag en lögmaður konunnar sem kæri Assange fyrir kynferðislegt ofbeldi á sínum tíma óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju en tvö ár eru síðan rannsókn var hætt. 

Assange, sem neit­ar sök, hef­ur kom­ist hjá framsali til Svíþjóðar í sjö ár með því að halda til í sendi­ráði Ekvador í London frá ár­inu 2012. Í síðasta mánuði aft­ur­kölluðu stjórn­völd í Ekvador póli­tískt hæli hans og í kjöl­farið var hann hand­tek­inn af bresku lög­regl­unni og dæmd­ur í 50 vikna fang­elsi fyr­ir að brjóta skil­orð. 

Frétt BBC

„Ég hef ákveðið að hefja rannsóknina að nýju,“ sagði aðstoðarríkissaksóknari Svíþjóðar, Eva-Marie Person, við fréttamenn nú á tíunda tímanum. Hún segir að enn séu verulegar líkur á að Assange hafi nauðgað konunni.

Frétt SVT

Ef Assange verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi í Svíþjóð. Person ítrekar að þrátt fyrir að rannsókn hefjist að nýju þá þurfi það ekki að þýða að Assange verði ákærður en ákærufrestur rennur út á næsta ári

Assange var í Svíþjóð í ágúst 2010 og var handtökuskipan gefin út á hendur honum í hans fjarveru. Var hann sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Assange neitaði sök og sagðist óttast að Svíar myndur framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hans biði ákæra í tengslum við upplýsingar sem Wikileaks birti. Í nóvember það sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi í Stokkhólmi en Assange var ekki viðstaddur uppkvaðinguna.

Eftir að Assange var handtekinn í síðasta mánuði fór Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar sem Assange er grunaður um að hafa nauðgað, fram á að málið yrði tekið upp að nýju.

Þættir