Valgarð hækkaði sig um tvö sæti

ÍÞRÓTTIR  | 1. júní | 17:20 
Valgarð Reinhardsson keppti í dag í úrslitum á gólfi á heimsbikarmótinu í Koper, Slóveníu og gerði sér lítið fyrir og hækkaði sig um tvö sæti frá undanúrslitunum. Valgarð endaði í sjötta sæti og ánægður með eigin frammistöðu.

Valgarð Reinhardsson keppti í dag í úrslitum á gólfi á heimsbikarmótinu í Koper, Slóveníu og gerði sér lítið fyrir og hækkaði sig um tvö sæti frá undanúrslitunum. Valgarð endaði í sjötta sæti og ánægður með eigin frammistöðu. 

„Eina sem ég hugsaði var, ekki detta, ekki detta og það tókst,“ sagði Valgarð að móti loknu en hann er núna búinn að komast tvisvar í úrslit á síðustu níu mánuðum. Fyrst á stökki á EM í Glasgow í ágúst og nú á heimsbikarmóti.

Það er greinilegt að Valgarð er á góðri siglingu fyrir Evrópuleikana sem fram fara í Minsk seinna í mánuðinum en hann tryggði sér einmitt keppnisrétt á leikunum með góðri frammistöðu á EM í Póllandi í síðasta mánuði.

Á morgun fara svo fram úrslit á stökki, tvíslá og svifrá. Valgarð er fyrsti varamaður inn í úrslit á tvíslá og kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort að hann taki sæti í úrslitum.

Þættir