Ár liðið frá hellabjörgun

ERLENT  | 23. júní | 9:25 
Ungir knattspyrnumenn tóku þátt í góðgerðarhlaupi skammt frá hellinum Tham Luang í dag. Ár er síðan þeir lokuðust inni í hellinum ásamt þjálfara sínum og sátu þar fastir í 18 daga.

Ungir knattspyrnumenn tóku þátt í góðgerðarhlaupi skammt frá hellinum Tham Luang í dag. Ár er síðan þeir lokuðust inni í hellinum ásamt þjálfara sínum og sátu þar fastir í 18 daga. Í rúmar tvær vikur stóð heimsbyggðin á öndinni - tækist að koma drengjunum til bjargar? Já það tókst og er þess minnst í dag. 

 

11 af þeim tólf drengjum sem lokuðust inni tóku þátt í viðburðinum í dag ásamt um fimm þúsund hlaupurum og hjólreiðafólki. Fólk var klætt í alls konar búninga. Til að mynda blautbúninga líkt og kafararnir sem komu hópnum til bjargar. Hellirinn þar sem liðið Villigeltirnir voru lokaðir inni í 18 daga er enn lokaður og verður væntanlega ekki heimilað að fara inn í hann í náinni framtíð. 

Pornchai Kamluang, sem er 17 ára, segir að dvölin í hellinum hafi breytt lífi hans til frambúðar. Hann hafi lært ýmislegt um taílensku þjóðina, ekki síst samheldni hennar. Þrír af drengjunum og þjálfari þeirra, Ekkapol Chantawong, voru ríkisfangslausir þegar þeir lokuðust inni í hellinum. Það þýðir að þeir höfðu aldrei eignast fæðingarvottorð né vegabréf. Í kjölfar björgunarinnar var þeim öllum veittur ríkisborgararéttur í Taílandi og síðan þá hafa þeir ásamt liðinu ferðast um heiminn til að hitta knattspyrnustjörnur og aðra. Þeir voru meðal annars gestir í þætti Ellen Degeneres sem nýtur mikilla vinsælda.

 

Drengirnir og þjálf­ari þeirra skiptust á að grafa í veggi hell­is­ins og deildu ekki um hverj­ir þeirra ættu að fara fyrst­ir út vegna þess hve nán­ir þeir eru. Þeir hafi ákveðið í sameiningu að fara inn í hellinn en þeir höfðu aldrei farið inn í helli áður. Á leiðinni til baka hafi þeir svo séð að þeir voru fast­ir.  

Þættir