Við þurfum að líta inn á við

ÍÞRÓTTIR  | 24. júní | 22:11 
Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum mjög brúnaþung eftir stórtap í Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum mjög brúnaþung eftir 5:0-stórtap í Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þrír tapleikir í röð hjá Stjörnunni og tveir afar þungir. Sóley sagði liðið þurfa virkilega að líta í eigin barm og fara að skoða sín mál.

Sóley sagði þjálfara liðsins, Kristján Guðmundsson, hafa tjáð liðinu í ræðu eftir leik að þær gætu ekki skýlt sig bakvið það að liðið sé nýtt.

Hún sagði hinsvegar nóg eftir af mótinu og að liðið þyrfti að halda áfram að reyna að spila sig saman. 

Þættir