„Viljum síður komast áfram á stigamun“

ÍÞRÓTTIR  | 18. ágúst | 2:10 
Bakvörðurinn snöggi Elvar Már Friðriksson sagði nánast allt hafa gengið upp hjá íslenska landsliðsliðinu gegn Portúgal í forkeppni EM í gær enda vann Ísland yfirburðasigur 96:68 í Laugardalshöllinni.

Bakvörðurinn snöggi Elvar Már Friðriksson sagði nánast allt hafa gengið upp hjá íslenska landsliðsliðinu gegn Portúgal í forkeppni EM í gær enda vann Ísland yfirburðasigur 96:68 í Laugardalshöllinni. 

Dýrmætur stórsigur

„Við vorum á fullu allan tímann og margir sem lögðu í púkkið í dag,“ sagði Elvar meðal annars í samtali við mbl.is. 

Hann sagði jafnframt að nú hafi íslenska liðið fundið taktinn svo um munaði. Liðið hafi nú verið að spila sinn þriðja leik og smám saman sé samæfingin orðin betri en landsliðið lék enga vináttuleiki áður en að forkeppninni kom fyrir tveimur vikum. 

Viðtalið við Elvar í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.  

Þættir