Dregur úr gróðureldum á Gran Canaria

ERLENT  | 21. ágúst | 6:40 
Dregið hefur úr gróðureldum á Gran Canaria, einni Kanaríeyjanna, í kjölfar þess að vinda lægði í nótt. Mikil hætta var talin á að verndarsvæði yrðu eldunum að bráð vegna stjórnlausrar útbreiðslu, en sú hætta ku vera liðin hjá, hið minnsta í bili.

Dregið hefur úr gróðureldum á Gran Canaria, einni Kanaríeyjanna, í kjölfar þess að vinda lægði í nótt.

Mikil hætta var talin á að verndarsvæði yrðu eldunum að bráð vegna stjórnlausrar útbreiðslu, en sú hætta ku vera liðin hjá, hið minnsta í bili, en gróðureldarnir eru þeir þriðju sem kviknað hafa á eyjunni á innan við tveimur vikum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/19/stjornlausir_grodureldar_a_gran_canaria/

Þegar gróðureldarnir stóðu sem hæst um helgina náðu eldtungurnar 50 metra hæð og voru þeir taldir algjörlega stjórnlausir. Um 10 þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín, sem fjölmörg hafa orðið eldunum að bráð, en ekki er vitað til þess að neinn hafi látið lífið vegna eldanna.

Yfirvöld óttuðust miklar umhverfishörmungar, en öllum til mikillar ánægju lægði vinda óvænt í nótt og dró því úr útbreiðslu eldanna.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/19/othaegindatilfinning_frekar_en_hraedsla/

Gran Canaria er vinsæll ferðamannastaður en eldarnir hafa enn ekki haft áhrif á helstu ferðamannastaði eyjunnar. Fjöldi Íslendinga heimsækir Kanaríeyjar ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur enginn Íslendingur leitað til borgaraþjónustunnar vegna gróðureldanna enn sem komið er.

Þættir