Eiður Smári: Besta þríeykið í dag (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 16. september | 13:55 
Liverpool er með fullt hús eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann Newcastle 3:1 á Anfield á laugardaginn og er með fimm stiga forskot á Manchester City.

Liverpool er með fullt hús eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann Newcastle 3:1 á Anfield á laugardaginn og er með fimm stiga forskot á Manchester City.

Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson ræddu um lið Liverpool og sérstaklega um sóknarmennina frábæru, Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino, í þættinum á Vellinum á Símanum Sport.

„Ef ég tek mið af leiknum gegn Newcastle þá er Firmino mikilvægastur af þeim þremur. Eftir að hann kom inn á breyttist leikur Liverpool til hins betra,“ sagði Bjarni Þór í þættinum.

„Þótt þú horfir ekki á Liverpool-leiki geturðu sagt fyrir víst að Liverpool vann og Mané, Salah eða Firmino skoruðu. Ef ég væri andstæðingur og að undirbúa mig undir leik á móti Liverpool og gæti valið leikmann til að lenda í léttum veikindum þá myndi ég velja Mané.

Þetta þríeyki er farið að minna óneitanlega á Messi, Suárez og Neymar þegar við horfðum á Barcelona. Þetta er besta þríeykið í dag,“ sagði Eiður Smári en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá spjall þeirra félaga á Símanum Sport.

Þættir