Hvernig á fólk að takast á við framhjáhald

FÓLKIÐ  | 18. september | 12:35 
Ást er ný þáttaröð sem fjallar um allt sem viðkemur ást og ástarsamböndum. Þáttaröðin telur sjö þætti sem koma allir í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn.

Ást er ný þáttaröð sem fjallar um allt sem viðkemur ást og ástarsamböndum. Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir koma að heimildaþáttunum sem eru framleiddir hjá Sagafilm. Í þáttunum er rætt um ástarsambönd og allt sem fylgir þeim. 

Í þriðja þætti er farið yfir allar hliðar kynlífs í ástarsamböndum. Mörg pör upplifa að kynlífið breytist þegar líða tekur á sambandið og eiga erfitt með að finna samhljóm milli erótíkur og vináttu. Hvernig eiga pör að stjórna löngunum sínum? Hvernig á fólk að takast á við framhjáhald? Og hvernig hafa pör tekist á við slík mál? Er hægt að byggja upp fullt traust eftir að svik hafa átt sér stað? 

Öll serían, eða samtals sjö þættir, verða fáanlegir í Sjónvarpi Símans Premium á morgun. 

Þættir