Bæði lið skrítin í byrjun

ÍÞRÓTTIR  | 18. október | 23:10 
Logi Gunnarsson hinn reyndi bakvörður Njarðvíkinga sagði eftir tap gegn Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld að róðurinn hafi verið ansi þungur eftir slakan fyrir hálfleik hjá Njarðvík. 14 stig undir í hálfleik hafi verið djúp hola sem þeir náðu einfaldlega ekki að grafa sig upp úr.

Logi Gunnarsson hinn reyndi bakvörður Njarðvíkinga sagði eftir tap gegn Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld að róðurinn hafi verið ansi þungur eftir slakan fyrir hálfleik hjá Njarðvík. 14 stig undir í hálfleik hafi verið djúp hola sem þeir náðu einfaldlega ekki að grafa sig upp úr. 

https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2019/10/18/keflavik_vann_spennandi_grannaslag/

Loga fannst leikurinn heldur daufur hjá báðum liðum og þá sérstaklega hans mönnum. Logi sagði Keflavíkinga hafa verið fínir en að hvorugt lið hafi sýnt á sér sparihliðarnar þetta kvöldið.

Logi sagði það heldur sorglegt eftir á að hugsa til þess að hafa ekki spilað leikinn líkt og þegar best lét hjá Njarðvíkingum sem var undir lok leiks. 

Þættir