Aðlagast breyttum matarvenjum

VIÐSKIPTI  | 30. október | 9:11 
Aukinn innflutningur á matvöru og breyttar neysluvenjur eru að breyta landslagi á matvörumarkaði. „Félagið verður að sjálfsögðu að sjá þessar breytingar fyrir og aðlagast og þróast,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Félagið sé að þróa lausnir sem taki mið af þróuninni.

Aukinn innflutningur á matvöru og breyttar neysluvenjur eru að breyta landslagi á matvörumarkaði. „Félagið verður að sjálfsögðu að sjá þessar breytingar fyrir og aðlagast og þróast,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Félagið sé að þróa lausnir sem taki mið af þróuninni.

Í myndskeiðinu er rætt við Steinþór um stefnu, starfsemi og samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem er í eigu 900 bænda sem eiga allir jafnan hlut en eignarhaldið gerir það einstakt á meðal íslenskra fyrirtækja.

mbl.is í sam­starfi við Cred­it­in­fo fram­leiðir 10 mynd­skeið um Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki Cred­it­in­fo og áður hafa birst mynd­skeið um Krón­una og ORF líf­tækni og Ueno.

Þættir